Geimflaugin Endeavour er komin að alþjóðlegu geimstöðinni, eftir að hafa tekið baksnúning svo hægt væri að mynda botn hennar. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Flaugin fór sé hægt þegar hún snérist aftur á bak í hring svo hægt væri að taka myndir af hitaskjöldi hennar. Verkfræðingar Nasa vildu athuga hvort froðueinangrunarhylki, sem losnaði af við flugtak á miðvikudag, hafi skemmti flaugina.
Níu hylki losnuðu af skipinu og snertu þrjú þeirra búk hennar. Yfirmaður leiðangursins sagði flaugina ekki hafa orðið fyrir neinum alvarlegum skemmdum.