Hús sprakk í Austurríki

Hús sprakk í loft upp í Austurríki síðdegis í dag. Sex manns slösuðust í sprengingunni. Björgunarmenn leituðu í rústunum eftir tveimur sem enn var saknað, að sögn lögreglumanns í bænum Liezen.

Ekki er vitað hvað olli sprengingunni. Fjölmiðlar í Austurríki sögðu frá því að fólkið, sem saknað var, hafi fundist látið. Lögregla gat ekki staðfest það. Fjórir voru færðir á spítala alvarlega slasaðir. Húsið er sumarbústaður í úthverfi Pruggern, 100 km suðaustur af Salzburg. Á þessum tíma árs er svæðið vinsælt hjá göngu- og hjólafólki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert