Bush og Sarkozy snæða saman „óformlegan hádegisverð“

00:00
00:00

Geor­ge W. Bush Banda­ríkja­for­seti snæddi óform­leg­an há­deg­is­verð með Nicolas Sar­kozy Frakk­lands­for­seta, en Bush tek­ur á móti franska starfs­bróður sín­um á heim­ili sínu í Maine í dag.

Emb­ætt­is­menn hafa lagt á það áherslu að ekki sé um leiðtoga­fund að ræða held­ur frem­ur sé þetta tæki­færi fyr­ir Bush og Sar­kozy, og eig­in­kon­ur þeirra, til að kynn­ast bet­ur.

Jacqu­es Chirac, fyrr­ver­andi for­seti Frakk­lands, var and­snú­inn Íraks­stríðinu og varð afstaða hans þess vald­andi að það kólnaði held­ur í sam­skipt­um Banda­ríkj­anna og Frakk­lands.

Sar­kozy hef­ur hins­veg­ar gert mönn­um það ljóst að hann hyggst taka upp nán­ara sam­starf við Banda­rík­in.

Þrátt fyr­ir að því hafi verið haldið fram að fund­ur­inn sé aðeins óform­leg­ur há­deg­is­verður, hafa sum­ir frétta­skýrend­ur bent á að það hafi verið nær ómögu­legt að Bush hefði boðið Chirac í slíka kunn­ingja­heim­sókn.

Chirac og Bush voru ekki ein­vörðungu ósam­mála um Íraks­stríðið held­ur deildu þeir einnig um loft­lags­breyt­ing­ar og viðskipti.

Banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn hafa bent á það að Frakk­ar og Banda­ríkja­menn vinni nú þegar náið sam­an að mörg­um mál­um t.d. að mál­um sem snúa að Íran, Líb­anon og Súd­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka