Lögreglan segir mögulegt að Madeleine McCann sé látin

Madeleine McCann.
Madeleine McCann. Reuters

Lögreglan í Portúgal hefur í fyrsta sinn viðurkennt að Madeleine McCann, sem hefur verið saknað í yfir 100 daga, gæti verið látin. Einn rannsóknarlögreglumannanna sem fer fyrir rannsókninni segir í samtali við fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC að ný sönnunargögn leiði auknar líkur að því að hin fjögur ára gamla stúlka hafi verið myrt.

Olegario Sousa, sem fer fyrir rannsókninni, segir að foreldrar stúlkunnar, Kate og Gerry McCann, liggi ekki undir grun, en orðrómur hefur verið uppi um að þau hafi átt þátt í hvarfi stúlkunnar.

Madeleine hvarf fyrir 100 þar sem hún var í ferðalagi með foreldrum sínum á Praia da Luz sumardvalarstaðnum í Portúgal.

Sousa segir að leit lögreglu með breskum lögregluhundum hafi leitt í ljós vísbendingar sem geti mögulega leitt líkum að því að stúlkan sé látin.

Sousa er að vísa í meintar blóðslettur sem fundust inni í íbúð þar sem Madeleine svaf. Réttarmeinafræðingar í Bretlandi rannsaka nú þessar meintu blóðleifar.

Rannsóknarlögreglumaðurinn játaði því hvorki né neitaði þeim fréttum sem birst hafa í portúgölskum fjölmiðlum að lögregluhundarnir hafi fundið líklykt í íbúiðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert