Björgunaraðgerðir í Utah gætu staðið vikum saman

Bandarískir björgunarsveitarmenn vinna enn að því að reyna koma sex kolanámuverkamönnum til bjargar, sem setið hafa fastir í námu sem hrundi í Utah. Þeir hafa hinsvegar varað við því að björgunaraðgerðirnar á staðnum staðið í þrjár vikur.

Annar bor boraði sig í gegnum námugöngin í gær og var hljóðnema og myndavél komið fyrir í holunni, en ekkert sást né heyrðist í námuverkamönnunum. Það kom hinsvegar í ljós að aðstæður í göngunum eru með þeim hætti að hægt sé að hafast þar við í einhvern tíma. Þá er neysluhæft drykkjarvatn í námunni að sögn björgunarsveitarmannanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert