Mótmælendabúðum slegið upp við Heathrow

Mótmælendurnir vilja varpa ljósi á tengslin sem eru á milli …
Mótmælendurnir vilja varpa ljósi á tengslin sem eru á milli farþegaflugs og þeirra veðurfarsbreytinga sem eru að eiga sér stað í heiminum. Reuters

Búið er að koma upp mót­mæl­enda­búðum við Heathrow flug­völl­inn í London, tveim­ur dög­um fyrr en áætlað var. Bú­ist er við því að þúsund­ir mót­mæl­enda muni koma sér fyr­ir í búðunum, en fólkið er að vekja at­hygli á veðurfars­breyt­ing­um í heim­in­um. Það vill með þessu varpa ljósi á tengsl­in milli flugs og hækk­andi hita­stigs á jörðinni.

Mót­mæl­in eiga að standa í viku, en þau áttu upp­haf­lega að byrja á þriðju­dag­inn. 150 mót­mæl­end­ur hafa hins­veg­ar þegar komið sér fyr­ir á svæðið rétt norðan við flug­völl­inn seg­ir lög­regla.

Fyr­ir­tækið BAA, sem rek­ur flug­vell­ina í London, hef­ur varað við því að þeir muni ekki láta það líðast að mót­mæl­end­urn­ir „áreiti“ flug­f­arþega.

Bú­ist er við því að mót­mæl­end­ur frá Bretlandi og fleiri lönd­um muni taka þátt í ýms­um viðburðum sem ætlað er að varpa ljósi á veðurfars­breyt­ing­ar, seg­ir á vef BBC.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka