Tveimur sjómönnum var bjargað úr sjónum undan vesturströnd Bretagneskaga í Frakklandi í morgun, fimm stundum eftir að fiskibáti þeirra hvolfdi. Það var franskur sjómaður, sem fann mennina en hann hafði fylgt olíubrák úr skipinu sem sökk um 3 km frá ströndinni.
Veður var gott á svæðinu en þar er jafnan talsverður sjógangur.
Líðan sjómannanna var nú síðdegis sögð eftir atvikum góð.