Blindur ökumaður stöðvaður á ný

Hann á ekki von á góðu blindi Eistinn sem var á dögunum stöðvaður í annað sinn fyrir að aka bifreið þrátt fyrir að sjá ekki neitt. Lögreglan í Eistlandi greindi frá því í gær að maðurinn gæti nú átt von á því að verða dæmdur í fangelsi fyrir athæfið.

Aðeins er vika liðin frá því þegar lögreglan hafði fyrst afskipti af manninum, sem er tvítugur, þar sem hann var á ferðinni í bíl sínum.

„Við handtókum sama blinda manninn akandi í bifreið sinni á laugardag í bænum Torvandi, sem er skammt frá Tartu (sem er í Suður-Eistlandi),“ sagði Marge Kohtla, talskona lögreglunnar.

„Hann var drukkinn. Það voru þrír aðrir með honum í bifreiðinni sem voru að gefa honum leiðbeiningar um hvert hann ætti að fara.“ Talskonan segir að lögreglan vilji að maðurinn verði dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir athæfið og að bifreið hans verði gerð upptæk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert