Hæstiréttur Taílands hefur gefið út handtökutilskipun á hendur Thaksin Shinawatra vegna spillingar. Thaksin er fyrrum forsætisráðherra landsins sem var hrakinn frá völdum.
Dómstóllinn gaf út tilskipunina eftir að Thaksin og eiginkona hans mættu ekki fyrir dómstóla í Bangkok, höfuðborg Taílands. Þar átti dómari að hlýða á fyrstu ákæruatriðin í spillingarmálinu.
Thaksins, sem nýverið keypti Manchester City knattspyrnuliðið á Englandi, var hrakinn frá völdum í fyrra þegar herinn reis upp gegn honum.