Tók ekki eftir því að fóturinn var horfinn

Japanskur vélhjólamaður ók 2 km eftir vegi áður en hann tók eftir því að hann hafði misst annan fótinn. Að sögn japanskra fjölmiðla telur lögregla að sársaukinn vegna fótarmissisins hafi verið svo yfirþyrmandi að maðurinn hafi ekki gert sér grein fyrir slysinu.

Að sögn blaðsins Yomiuri Shimbun var Kazuo Nagata, 54 ára, í hjólaferð ásamt 10 vinum sínum í gær. Hann lenti á öryggisgirðingu milli akreina og annar fótur hans rifnaði af fyrir neðan hné. Nagata tók hins vegar ekki eftir því hvað gerst hafði fyrr en nokkru síðar þegar hann ætlaði að snúa við.

Vinir hans fóru á slysstaðinn og fundu fótlegginn þar. Nagata var síðan fluttur á sjúkrahús í nágrenninu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert