Tók ekki eftir því að fóturinn var horfinn

Jap­ansk­ur vél­hjóla­maður ók 2 km eft­ir vegi áður en hann tók eft­ir því að hann hafði misst ann­an fót­inn. Að sögn jap­anskra fjöl­miðla tel­ur lög­regla að sárs­auk­inn vegna fót­armiss­is­ins hafi verið svo yfirþyrm­andi að maður­inn hafi ekki gert sér grein fyr­ir slys­inu.

Að sögn blaðsins Yomiuri Shim­b­un var Kazuo Nagata, 54 ára, í hjóla­ferð ásamt 10 vin­um sín­um í gær. Hann lenti á ör­ygg­is­girðingu milli ak­reina og ann­ar fót­ur hans rifnaði af fyr­ir neðan hné. Nagata tók hins veg­ar ekki eft­ir því hvað gerst hafði fyrr en nokkru síðar þegar hann ætlaði að snúa við.

Vin­ir hans fóru á slysstaðinn og fundu fót­legg­inn þar. Nagata var síðan flutt­ur á sjúkra­hús í ná­grenn­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert