Tveggja ára gamalt barn fannst yfirgefið í stórmarkaði

Ítalska lögreglan greindi frá því í dag að tveggja ára gamalt barn hafi verið skilið eftir í stórmarkaði í Tórínó. Starfsfólk Carrefour stórmarkaðarins fundu drenginn þegar þau heyrðu hann gráta þar sem hann sat í vagni. Enginn kom til þess að sækja barnið, jafnvel þótt að starfsfólkið hafi lesið tilkynningar á mörgum tungumálum í kallkerfi verslunarinnar.

Ítalska lögreglan hefur hafið rannsókn á málinu, en hún skoðaði myndir úr eftirlitsmyndavélum verslunarinnar í þeim tilgangi að reyna koma auga á foreldra barnsins eða einhvers sem var með drengnum.

Mögulegt er að drengurinn sé af slavnesku bergi brotinn en hann er dökkhærður og bláeygður að því er ítalska dagblaðið La Repubblica segir. Annað ítalskt dagblað segir að drengurinn tali ekki.

Lögreglan kom drengnum fyrir á sjúkrahúsi í gærkvöldi, en hún segir að drengurinn sé við góða heilsu. Drengurinn verður síðar færður í hendur félagsmálayfirvalda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert