Byltingarvarðlið Írans verður flokkað sem hryðjuverkasamtök

Yfirvöld í Bandaríkjunum búa sig undir að setja Byltingarvarðlið Írans á lista yfir erlend hryðjuverkasamtök. Byltingarvarðliðið er hluti af stjórnarher Írans og yrði þetta í fyrsta sinn sem Bandaríkin settu herlið erlends ríkis á listann.

Byltingarvarðliðið er stærsti hluti Íranshers og saka Bandaríkin það um að styðja við hryðjuverkastarfsemi í nágrannaríkinu Írak. Í grein í New York Times kemur fram að fréttaskýrendur telji að með því að flokka Byltingarvarðliðið sem hryðjuverkasamtök sé Bandaríkjastjórn að þrýsta á aðgerðir gegn Íran innan Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert