Morðin í Duisburg sögð tengjast mafíuátökum

Lögreglumaður sést hér á vettvangi í nótt.
Lögreglumaður sést hér á vettvangi í nótt. Reuters

Ítölsk yfirvöld hafa greint frá því að mál mannanna sex sem voru teknir af lífi í Duisburg í Þýskalandi í nótt tengist mafíuátökum. Giuliano Amato, innanríkisráðherra Ítalíu, sagði á blaðamannafundi í Róm að svo virðist sem að morðin tengist langvarandi átökum tveggja mafíugengja í Calabriu, sem er á suðurhluta Ítalíu. Héraðið eru heimkynni 'Ndrangheta glæpasamtakanna.

Allir mennirnir voru með skotsár á höfði. Fimm mannanna voru á aldrinum 16-25 ára og einn var 38 ára. Þeir voru allir ítalskir.

Ítalska rannsóknarlögreglan segir árás sem þessa, þ.e. sem er gerð í öðru landi, eigi sér fá fordæmi. Hún óttast að ættingjar mannanna muni hefna morðanna.

Lögreglan í Duisburg hefur staðfest að mennirnir séu frá Calabriu og að hún geti ekki útilokað að morðin tengist mafíuátökum. Lögreglan segist nú leita tveggja karlmanna sem sáust á hlaupum nálægt morðstaðnum stuttu eftir að morðin voru framin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert