Reykingabann á veitingahúsum gekk í gildi á miðnætti í Danmörku en samkvæmt fjölmiðlum var það að víðast hvar hunsað. En það mun víst engan undra þar sem Vinnueftirlitið sem á að sjá til þess að farið sé eftir lögunum hefur tilkynnt að það muni ekki gefa út neinar sektir til ársloka.
Berlingske Tidende hefur eftir Ritzau fréttastofunni var ekki drepið í sígarettum og vindlum á miðnætti og harðir reykingamenn hittust á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn með mótmælaspjöld sem á var letrað: „Óbeinar reykingar eru plat”. Og á miðnætti kveiktu þeir á kveikjurum og eldspýtum og reyktu tóbak.
Í fréttinni kemur fram að til stendur að gera endurbætur á lögunum og því ekki gengið hart eftir að framfylgja þeim.