Segja hættuna á hryðjuverkum heimamanna fara vaxandi

Leigubílar í New York.
Leigubílar í New York. AP

Óbreyttir borgarar sem taka höndum saman og hefja róttækar aðgerðir eru vaxandi ógn við öryggi í Bandaríkjunum, sem gæti orðið meiri en sú sem stafar af hryðjuverkahópum á borð við al-Qaeda, að því er segir í nýrri skýrslu sem lögreglan í New York-borg birti í dag.

Í skýrslunni er því lýst með hvaða hætti ungir menn - í mörgum tilvikum löglegir innflytjendur frá Miðausturlöndum sem hafa orðið fyrir vonbrigðum með lífið í nýju landi - öðlast viðhorf sem leiða þá á braut ofbeldis.

Í skýrslunni er leitast við að útskýra með hvaða hætti fólk verður róttækt, fremur en að leggja til ákveðnar aðgerðir til að koma í veg fyrir hryðjuverkaáform. Hvatt er til þess að leyniþjónustan afli frekari upplýsinga, og bent á að lögregla í hverri borg og sveitarfélagi fyrir sig sé í bestri aðstöðu til að fylgjast með hugsanlegum hryðjuverkamönnum.

Samtök araba sem berjast gegn misrétti gagnrýndu lögregluna harkalega fyrir skýrsluna og sögðu hana byggjast á staðalímyndum og stangast á við aðvaranir alríkisyfirvalda um að helsta hryðjuverkaógnin væri erlendis frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka