Chavez boðar stjórnarskrárbreytingar sjálfum sér í hag

Forseti Venesúela heldur á lofti eintaki af stjórnarskrá landsins.
Forseti Venesúela heldur á lofti eintaki af stjórnarskrá landsins. Reuters

Forseti Venesúela, Hugo Chavez hefur boðað breytingar á stjórnarskrá landsins sem munu leyfa honum að bjóða sig oftar fram til embættisins. Chaves þyrfti samkvæmt núgildandi reglum að láta af störfum 2012. Hann hyggst einnig auka völd forseta yfir borgar og fylkisstjórnum landsins.

Samkvæmt fréttavef BBC hefur hann hafnað gagnrýni á breytingartillögurnar og segir þær boða nýjar víddir fyrir nýja tíma.

Aðrar breytingar sem hann boðar er sex stunda vinnudagar og aukin völd forseta yfir seðlabanka landsins.

Forsetinn skýrði þinginu frá áætlunum sínum og er reiknað með að það samþykki breytingarnar á næstu mánuðum og eftir það verður boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert