Ríflega 400 létust í árásunum í Írak

Íbúar standa við flakið af einum bílanna sem notaðir voru.
Íbúar standa við flakið af einum bílanna sem notaðir voru. Reuters

Ríflega 400 manns létust í sjálfsvígsárásunum í norðurhluta Íraks í fyrradag samkvæmt tilkynningu innanríkisráðuneyti landsins. „Fleiri en 400 manns létust og er reiknað með að sú tala eigi eftir að hækka,” sagði ráðuneytisstjórinn Abdel Karim Khalaf í samtali við AFP fréttastofuna í dag.

Hann sagði að notast hefði verið við ríflega tvö tonn af sprengiefni í árásunum og því pakkað inn í fjórar stórar sprengjur sem sprengdar voru í tveimur þorpum í Nineveh héraði á þriðjudaginn.

Heilu fjölskyldurnar af Yazida ættbálknum voru myrtar og segir bandaríski herinn að Al-Qaeda standi á bakvið árásina.

Björgunarsveitir, hermenn og lögregla eru enn að leita í rústum húsa í leit að líkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert