Bandarísk stjórnvöld gerðu í dag lítið úr því að hætta stafaði af eftirlitsflugi langdrægra rússneskra flugvéla, líkt og tíðkaðist á kaldastríðsárunum, og sögðu það sér að meinalausu að Rússar drægju fram „gamlar mölkúluflugvélar.“
Talsmaður Hvíta hússins var spurður hvort eftirlitsflug Rússa væri ógn við bandarískt þjóðaröryggi, en hann svaraði því til að bandaríski herinn hefði engar slíkar áhyggjur.
Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins var afdráttarlausari í orðum sínum og sagði að ef Rússar vildu „draga fram þessar gömlu mölkúluflugvélar og senda þær í loftið á ný þá er það þeirra mál.“