Fyrrum ráðherra játar morðtilraun

Vlok hefur játað á sig morðtilraun.
Vlok hefur játað á sig morðtilraun. AP

Adriaan Vlok, sem var dómsmálaráðherra á tímum Apartheid í Suður-Afríku hefur játað sig sekan um að hafa lagt á ráðin með að láta myrða Frank Chikane aðstoðarmann forsetans, Thabo Mbeki. Hann er ásamt fjórum öðrum sakaður um að hafa ætlað að myrða Chikane með því að setja eitur í fatnað hans.

Chikane sem er prestur er nú skrifstofustjóri hjá skrifstofu forseta Suður-Afríku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert