Geislavirk slóð var rakin um miðbæ Lundúna

Andrei Lugovoy, fyrrum KGB maður sem er sakaður um að …
Andrei Lugovoy, fyrrum KGB maður sem er sakaður um að hafa set pólóníum-210 út tebolla Litvinenkó í London. Reuters

Komið hefur í ljós að í kjölfar eitrunar rússneska njósnarans Alexanders Litvinenko hafi mátt rekja slóð af geislavirka efnið pólóníum-210 víða um miðbæ Lundúna og kostaði málið lögreglu og heilbrigðisyfirvöld ríflega 412 milljónir króna.

Westminster bæjarfélagið í London birti í dag skýrslu þar sem meðal annars kemur fram að agnir af hinu geislavirka efni hafi fundist á 27 misunandi stöðum í umdæminu til dæmis í leigubílum, súludansstöðum og á marokkóskum veitingastað og í átta flugvélum.

Mikill hluti kostnaðarins fór í að hreinsa upp mengunina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert