Þýskur dómstóll ákvað í dag að sleppa fyrrum liðsmanni Rauðu herdeildarinnar sem var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morðið á bandarískum hermanni 1985. Eva Haule verður látin laus 21. ágúst næst komandi eftir að hafa setið inni í 21 ár. Verður hún annar meðlimur vinstrisinnaða öfgahópsins sem herjaði með hryðjuverkum á Vestur-Þýskaland sem verður látinn laus á þessu ári.