Frakklandsforseti, Nicolas Sarkozy, hefur greint frá því að hann var gestur tveggja ríkra fjölskyldna í stóru einbýlishúsi í Bandaríkjunum, þar sem hann eyddi fríi sínu.
Leigan á einbýlishúsinu nærri Boston er um fjórar milljónir króna og greiddu Cromback og Agostinelli fjölskyldurnar brúsann. Franskir fjölmiðlar hafa þrýst mikið á forsetann að greina frá því hver greiddi fyrir fríið.
Húsið er í eigu Mike Appe, fyrrum framkvæmdastjóri Microsoft. Agnes Cromback er forstjóri Tiffanys í Frakklandi og Roberto Agostinelli er bankamaður og eiginkona hans er yfirmaður hjá Prada í Frakklandi. Ferðalagið er talið hafa átt að bæta samskipti milli Frakklands og Bandaríkjanna.