Eldur kom upp á hóteli

Einn lést og sex manns er saknað eft­ir að eld­ur kom upp á hót­eli í Cornwall í Bretlandi í dag. Þrír voru flutt­ir með minni­hátt­ar áverka á sjúkra­hús. Gest­ir hót­els­ins og tveggja annarra í ná­grenn­inu voru flutt­ir í ör­uggt skjól eft­ir að eld­ur kom upp und­ir þaki húss­ins.

Ekki er víst menn­irn­ir sex, sem saknað er, séu inni í hús­inu. Þak húss­ins er ónýtt og hæðir þess hrundu all­ar. Rúm­lega hundrað slökkviliðsmenn vinna að björg­un­araðgerðum og slökkvi­starfi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert