Eldur kviknaði í háhýsi í New York

Frá eldsvoðanum í New York í dag.
Frá eldsvoðanum í New York í dag. AP

Eldur kviknaði á 15 hæð í 40 hæða háhýsi í nágrenni við Ground Zero þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður í New York í dag. Byggingin hýsti áður stærsta banka Þýskalands, Deutsche Bank, en unnið var að endurbyggingu hennar. Mikill eldur var á hæðinni og brá mörgum í brún er svartur reykjarstrókur lagði yfir svæðið enda minnugir hryðjuverkaárásinni á svæðið þann 11. september 2001.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert