Kraftur Deans eykst

00:00
00:00

Mik­il flóðahætta er tal­in fylgja felli­byln­um Dean á Haítí og Dóm­iník­anska lýðveld­is­ins. Er vind­hraði Dean nú 233 km á klukku­stund og er ótt­ast að hann nálg­ist fimmta, efsta stig, felli­bylja er hann nær til Mexí­kó á mánu­dag. Þrír eru látn­ir á eyj­um í Karíbahafi eft­ir að felli­byl­ur­inn gekk þar yfir og er nú ótt­ast að hann stefni beint á Jamaíka. Þetta kem­ur fram á vef BBC.

Dean er fyrsti felli­byl­ur­inn sem mynd­ast á þess­ari felli­byljatíð á Atlants­hafi, en hún stend­ur frá júní­byrj­un þar til síðla í nóv­em­ber.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert