Sjötíu og þriggja ára gömul kona festist inni í bankahvelfingu þegar starfsmenn Bank of America í Kaliforníu skildu hana óvart eftir. Marian Prescher, þjáist af sykursýki, missti meðvitund þar sem hún hafði ekki lyfin með sér.
Prescher var að skoða innihald bankahólfsins síns þegar óhappið varð á miðvikudag. Hún fékk einkaherbergi til þess að athuga eigur sínar. Um klukkan 18:00 var bankanum lokað, en þá gleymdist að láta gömlu konuna vita. Starfsmaður hreingerningarþjónustu kom að henni sex klukkustundum síðar.