Aðeins einn flokkur á þingi

Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstan, eftir að úrslit voru tilkynnt.
Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstan, eftir að úrslit voru tilkynnt. Reuters

Flokkur forsetans, Nursultan Nazarbayev, vann öll sætin á nýju þingi Kasakstan, samkvæmt bráðabirgðar niðurstöðum sem tilkynntar voru í dag. Stjórnarandstaðan mótmælti niðurstöðunni harðlega.

Eftirlitshópur frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sagði að nokkrir gallar hafi verið á kosningunum, en þær sýni aftur á móti mikilvægt skref í átt til aukins lýðræðis í landinu.

Nazarbayev, sem hefur stjórnað landinu síðan árið 1989 þegar það var enn hluti af Sovétríkjunum, lofaði frjálsum og réttlátum kosningum. Hann reynir nú að koma Kasakstan að í formennsku ÖSE árið 2009, en ákvörðuninni hefur verið frestað vegna ólýðræðislegra aðferða í landinu.

Engar kosningar í Kasakstan síðan ríkið var sjálfstætt árið 1991 hafa verið álitnar frjálsar og réttlátar af eftirlitsmönnum ÖSE.

Nur Otan flokkur Nazarbayev hlaut 88% fylgi í kosningunum í gær og náði enginn annar flokkur 7% markinu, sem er nauðsynlegt til þess að hljóta sæti á þinginu. Tveir stærstu stjórnarandstöðuflokkar landsins segja að tölunum hafi verið breytt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert