Danskur nýnasistaleiðtogi, Jonni Hansen, hefur verið úrskurðaður í 11 daga gæsluvarðhald fyrir að slá lögreglumann í höfuðið í bænum Kolding í gær. Um 100 nýnasistar tóku þátt í mótmælagöngu í Kolding í gær og vildu með því heiðra þýska nasistann Rudolf Hess á dánardægri hans.
Átök brutust út milli göngumanna og lögreglu og voru alls átta nýnasistar handteknir, þrír fyrir líkamsárásir og aðrir fyrir óspektir.