Fellibylurinn Dean nær landi á Jamaica

Frá Kingston, höfuðborg Jamaica fyrr í kvöld
Frá Kingston, höfuðborg Jamaica fyrr í kvöld Reuters

Fellibylurinn Dean gengur nú yfir eyjuna Jamaica og fylgir honum mikil úrkoma. Forsætisráðherra Jamaica ítrekaði í kvöld beiðni sína um að fólk yfirgæfi heimili sín og færi í neyðarskýli en margir íbúar á eyjunni hafa hunsað tilmæli stjórnvalda. Hins vegar hafa ferðamenn farið að fyrirmælunum og eru flestir þeirra komnir í öruggt skjól. Þegar hafa átta manns látist af völdum fellibyljarins á eyjum í Karbíahafi.

Einhverjar fregnir hafa borist um skemmdir á húsnæði á Jamaica en stjórnvöld hafa sett um yfir eitt þúsund neyðarskýli á laggirnar í skólum, kirkjum og íþróttasölum. Hins vegar voru einungis 47 skýli orðin full þegar stormurinn náði ströndum Jamaica í kvöld og því ljóst að fáir íbúar hafa farið að óskum stjórnvalda um að yfirgefa heimili sín þrátt fyrir margítrekuð fyrirmæli þar um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert