Tæland fær nýja stjórnarskrá

Byltingarleiðtogar í Tælandi unnu í dag kosningar um nýja stjórnarskrá með miklum meirihluta atkvæða, eða 70% . Þetta eru fyrstu kosningarnar síðan Thaksin Shinawatra var hrakinn frá völdum á síðasta ári og skipt út fyrir Surayud Chulanont, hershöfðingja.

Um 60% þátttaka var í kosningunum. Stuðningsmenn Thaksin hvöttu til þess að fólk kysi ekki og sögðu þeir nýju stjórnarskránna hafa verið skrifaða af ólöglegri ríkisstjórn. Þetta kemur fram fréttavef BBC.

Forsætisráðherra landsins var ánægður með sigurinn og segir stjórnarskránna taka gildi í lok ágústmánaðar. Stjórnarskráin 194 blaðsíður á lengd og hafa víst fáir lesið hana í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert