Utanríkisráðherra Frakklands kom til Bagdad í dag byltingarkenndri heimsókn eftir margra ára deilur við Bandaríkin vegna Íraks.
Utanríkisráðuneytið sagði heimsókn ráðherrann, Bernard Kouchner, hafa farið til Írak til þess að sýna samstöðu Frakka með Írökum og til þess að kynna sér skoðanir ólíkra hópa þar í landi.
Ástæða heimsóknarinnar þykir þó ekki alveg skýr, en hún er mikilvægt skref eftir tilraunir forsetans, Nicolas Sarkozys, til þess að bæta samskipti Frakklands og Bandaríkjanna.
Kouchner kom til landsins sama dag ráðist var á höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna fyrir fjórum árum síðan. Einn vina hans lést í árásinni.