Barnaníðingum haldið þar til læknar ákvarða annað

Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti.
Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti. Reuters

Frakklandsforseti kynnti til sögunnar nýjar aðferðir til að takast á við kynferðisafbrotamenn í kjölfar hneykslismáls, að því er kemur fram á fréttavef BBC.

Nicolas Sarkozy segir að nýtt og öruggt sjúkrahús verði byggt fyrir barnaníðinga og verður þeim ekki sleppt fyrr en læknar hafa ákveðið að þeir séu ekki lengur hættulegir.

Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að fangelsislækni var sagt upp eftir að hann skrifaði upp á Viagra fyrir barnaníðing sem ásakaður er um að hafa nauðgað dreng eftir að honum var sleppt.

Læknirinn sagðist ekki hafa fengið aðgang að skrám mannsins, sem fannst með drengnum eftir umfangsmikla leit.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert