Gæludýr varð ástralskri konu að bana

Það þykir ekki vera mikil skynsemi í því að eiga …
Það þykir ekki vera mikil skynsemi í því að eiga úlfalda sem gæludýr. Reuters

Áströlsk kona, sem átti úlfalda sem gæludýr, virðist hafa látist þegar dýrið reyndi að makast við hana. Konan fannst látin á fjár- og nautgripabúi fjölskyldu hennar sem er nálægt bænum Mitchell í Queensland.

Konan fékk úlfaldann í sextugsafmælisgjöf fyrr á þessu ári, en konan hafði mikið dálæti á framandi dýrum.

Úlfaldinn er aðeins 10 mánaða gamall en hann vegur 152 kíló. Þá hefur dýrið margoft verið nálægt því að kæfa geit sem fjölskyldan hefur sem gæludýr á búinu.

Svo virðist sem að mökunartilburðir úlfaldans hafi gert út af við konuna sl. laugardag. Dýrið sló konuna niður og lagðist ofan á hana. Að sögn lögreglunnar sýndi dýrið mökunartilburði þegar lögreglumenn bar að garði.

Ungir úlfaldar eru allajafna ekki árásarhneigðir en þeir geta hinsvegar orðið hættulegir ef komið er fram við þá og þeir aldir upp sem gæludýr.

Fréttavefur BBC greinir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka