Hizbollah framleiðir stríðstölvuleik fyrir börn

Ísraelsher mistókst að knésetja liðssveitir Hizbollah í 34 daga stríðinu …
Ísraelsher mistókst að knésetja liðssveitir Hizbollah í 34 daga stríðinu í Líbanon sl. sumar. Reuters

Líbönsku skæruliðasamtökin Hizbollah framleiða tölvuleik fyrir börn sem byggir á stríðinu milli Ísraels og samtakanna í Líbanon á síðasta ári. Þetta kemur fram á fréttavef Politiken.

Í tölvuleiknum er hægt að gera árásir á Ísrael og ísraelska skriðdreka. Þá er hægt að taka ísraelska hermenn til fanga og skjóta eldflaugum á ísraelsk þorp.

Leikurinn, sem heitir Sérsveit 2, byggir á 34 daga stríði síðasta sumar milli Hizbollah og Ísraels. Talsmaður Hizbollah samtakanna segir leikinn kynna börnum málstað samtakanna og réttlæta aðgerðir þeirra gegn árásum Ísraels.

Leikurinn er ekki frábrugðinn vestrænum stríðsleikjum sem mörg börn spila. Leikmennirnir fá hlutverk sem liðsmenn Hizbollah og hlaða á sig vopnum og stigum þegar þeir drepa ísraelska hermenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert