Páfagarður ætlar að hefja skipulagt leiguflug með pílagríma til helgra staða víðsvegar um heiminn nú í sumar. Fyrsta leiðin verður frá Róm til Lourdes í Frakklandi, en flug þangað hefst þann 27. ágúst.
Það verður ítalska flugfélagið Mistral Air sem sjá mun um flugið, en flugliðar verða „sérþjálfaðir í ferðum sem eru heilags eðlis”, þá verða flugvélarnar skreyttar með áletrunum á borð við; „ég leita ásjónu þinnar, Drottinn”.
Kardinálinn Camillo Ruini, hæst setti prestur í Róm, fer til Lourdes, en áætlað er að hefja flug innan tíðar til vinsælla áfangastaða pílagríma, á borð við Fatima í Portúgal og Santiago de Compostella á Spáni.