Þróun mála í Írak veldur vonbrigðum

Frá Írak. Maður hreinsar upp sprengjubrot í garði sínum.
Frá Írak. Maður hreinsar upp sprengjubrot í garði sínum. AP

Framvinda íraskra stjórnmála hefur „valdið miklum vonbrigðum“, segir sendiherra Bandaríkjanna í Bagdad tveimur vikur áður en hann og yfirmaður bandaríska hersins í Írak skila skýrslu til bandaríska þingsins.

„Árangur í innanríkismálum hefur valdið miklum vonbrigðum allra sem að málin koma …okkur, Íraka og yfirvöldum í Írak,“ segir Ryan Crocker.

Crocker og David Petraeus, hershöfðingi, eiga að skila skýrslu til bandaríska þingsins um miðja september um árangur bandaríska hersins í að stöðva ofbeldi milli þjóðflokka og búa írösk stjórnvöld undir að taka við stjórninni.

„Það sem hefur gerst undanfarin á …ofbeldi, fólksflótti, tugir þúsunda íraka drepnir. Við komumst ekki yfir slíkt á nokkrum vikum,“ segir sendiherrann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert