Bar eld að viðkvæmum stað

Kona í Moskvu var nóg boðið vegna þrásetu fyrrum eiginmanns hennar nakins fyrir framan sjónvarp drekkandi vodka. Bar konan eld að kynfærum mannsins sem var í kjölfarið fluttur illa haldinn á sjúkrahús.

Þegar talskona lögreglunnar var spurð hvort maðurinn muni ná sér að fullu svaraði hún vandi væri um slíkt að spá.

„Þetta var hræðilega sárt," hafði blaðið Tvoi Den eftir manninum. „Ég logaði eins og kyndill. Ég veit ekki hvað ég gerði til að verðskulda þetta."

Blaðið segir, að konan og maðurinn hafi skilið fyrir þremur árum en haldið áfram að búa saman í lítilli íbúð. Slíkt sé ekki óalgengt í Rússlandi þar sem húsnæðisverð sé hátt. Sambúðin, sem ekki var góð fyrir, var orðin afar stirð þegar upp úr sauð með þessum hætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka