Borgarstjóri Óslóar sagði af sér

Hneykslismál varð borgarstjóranum að falli.
Hneykslismál varð borgarstjóranum að falli. mbl.is/Golli

Borgarstjóri Óslóar sagði af sér fyrir skömmu eftir að hafa setið við stjórnvölin í 12 ár. Per Ditlev-Simonsen sagði af sér í kjölfar þess að fjölmiðlar komust á snoðir um leynilegan bankareikning hans í Sviss. Borgarstjórinn lagði spilin á borðið á mánudaginn var og játaði að hann hefði ekki látið norsk skattayfirvöld vita er hann erfði 1,5 milljónir norskra króna á reikningi í Sviss eftir fyrri eiginkonu sína.

Samkvæmt Aftenposten hefur flokksformaður hægriflokksins, Erna Solberg ekki tjáð sig um afsögn Ditlev-Simonsen enn sem komið er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka