Forsætisráðherra Íraks ósáttur við gagnrýni

Nouri al-Maliki á blaðamannfundi í Damaskus.
Nouri al-Maliki á blaðamannfundi í Damaskus. Reuters

Forsætisráðherra Íraks réðist á bandaríska gagnrýnendur sína með svívirðingum og sagði engan hafa rétt til skipa dagskrá réttkjörinnar ríkisstjórnar hans.

Nouri al-Maliki, forsætisráðherra, kenndi kosningabaráttu Bandaríkjanna um harðorðar yfirlýsingar Bush stjórnarinnar og annarra bandarískra stjórnmálamanna.

„Enginn hefur rétt til að skipa dagskrá írösku ríkisstjórnarinnar. Hún var kosin af fólkinu, “sagði hann á blaðamannafundi í Damaskus eftir þriggja daga heimsókn í Sýrlandi.

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn, Carl Levin, sagði á mánudag að bola ætti al-Maliki í burt og fá í staðinn hógværari leiðtoga. Þá lýstu bæði George W. Bush, forseti, og Ryan Crocker, sendiherra, yfir vonbrigðum með ríkisstjórn al-Malikis í gær.

al-Maliki nefndi engin nöfn en sagði að gagnrýnin á hann og ríkisstjórn hans væri ókurteisi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert