Kafbátur fullur af kókaíni

Banda­rísk tol­lyf­ir­völd til­kynntu í dag að þau hefðu síðastliðinn mánu­dag stöðvað kaf­bát suðvest­ur af landa­mær­um Mexí­kó og Gvatemala, sem flutti kókaín að and­virði 352 millj­óna Banda­ríkja­dala, eða um 23 millj­arða ís­lenskra króna.

Eft­ir­lits­flug­vél varð kaf­báts­ins var á mánu­dag og fór skip á veg­um banda­ríska flot­ans strax á svæðið. Þrjót­arn­ir sökktu á meðan bátn­um og megn­inu af eitr­inu, sem talið er hafa vegið um fimm tonn.

Talsmaður toll- og inn­flytj­enda­yf­ir­valda seg­ir afar sjald­gæft að slík­ar aðferðir séu notaðar, en þær sýni hve þróaðar aðferðir smygl­ar­ar séu reiðubún­ir að nota.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka