Kafbátur fullur af kókaíni

Bandarísk tollyfirvöld tilkynntu í dag að þau hefðu síðastliðinn mánudag stöðvað kafbát suðvestur af landamærum Mexíkó og Gvatemala, sem flutti kókaín að andvirði 352 milljóna Bandaríkjadala, eða um 23 milljarða íslenskra króna.

Eftirlitsflugvél varð kafbátsins var á mánudag og fór skip á vegum bandaríska flotans strax á svæðið. Þrjótarnir sökktu á meðan bátnum og megninu af eitrinu, sem talið er hafa vegið um fimm tonn.

Talsmaður toll- og innflytjendayfirvalda segir afar sjaldgæft að slíkar aðferðir séu notaðar, en þær sýni hve þróaðar aðferðir smyglarar séu reiðubúnir að nota.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka