Tók stýrið af á 100 km hraða

Úr myndbandinu.
Úr myndbandinu.

Tvítugur Dani skrúfaði stýrið af bifreið sinni á meðan hann keyrði á 100 km hraða og birti síðan myndband af því á netinu. Lögregla handtók manninn eftir að birtist grein á fréttavef Ekstra Bladet um myndbandið, en á heimasíðunni bilgalleri.dk mátti einnig finna myndir af manninum og númerplötu bifreiðarinnar.

Maðurinn hefur verið kærður fyrir brot á umferðalögum og að stefna lífi annarra í hættu. Fyrir utan það að verða sviptur ökuréttindum á hann yfir höfði sér allt að átta ára fangelsi. Lögreglan segist aldrei hafa séð neitt þessu líkt áður og því liggi ekki fyrir hvers lags refsingu maðurinn hlýtur að lokum. að því er kemur fram á fréttavef Ekstra Bladet.

Með hjálp vinar síns skrúfaði ungi maðurinn stýrið af á meðan vinur hans tók upp myndbandi. Í myndbandinu sjást bifreiðar keyra fram hjá úr gagnstæðir átt og á eftir bifreið mannsins eru fleiri bifreiðar því hann flýtir sér að setja stýrið aftur á til þess að hleypa bifreið fram úr. Á eftir tekur hann það af aftur.

Myndbandið á bilgalleri.dk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert