Tók stýrið af á 100 km hraða

Úr myndbandinu.
Úr myndbandinu.

Tví­tug­ur Dani skrúfaði stýrið af bif­reið sinni á meðan hann keyrði á 100 km hraða og birti síðan mynd­band af því á net­inu. Lög­regla hand­tók mann­inn eft­ir að birt­ist grein á frétta­vef Ekstra Bla­det um mynd­bandið, en á heimasíðunni bil­galleri.dk mátti einnig finna mynd­ir af mann­in­um og núm­er­plötu bif­reiðar­inn­ar.

Maður­inn hef­ur verið kærður fyr­ir brot á um­ferðalög­um og að stefna lífi annarra í hættu. Fyr­ir utan það að verða svipt­ur öku­rétt­ind­um á hann yfir höfði sér allt að átta ára fang­elsi. Lög­regl­an seg­ist aldrei hafa séð neitt þessu líkt áður og því liggi ekki fyr­ir hvers lags refs­ingu maður­inn hlýt­ur að lok­um. að því er kem­ur fram á frétta­vef Ekstra Bla­det.

Með hjálp vin­ar síns skrúfaði ungi maður­inn stýrið af á meðan vin­ur hans tók upp mynd­bandi. Í mynd­band­inu sjást bif­reiðar keyra fram hjá úr gagn­stæðir átt og á eft­ir bif­reið manns­ins eru fleiri bif­reiðar því hann flýt­ir sér að setja stýrið aft­ur á til þess að hleypa bif­reið fram úr. Á eft­ir tek­ur hann það af aft­ur.

Mynd­bandið á bil­galleri.dk

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert