400. aftakan í Texas

Johnny Ray Conner.
Johnny Ray Conner. AP

Yfirvöld í Texas framkvæmdu í gær 400. aftökuna í ríkinu frá því dauðrefsingar voru aftur teknar upp árið 1976. Johnny Ray Conner, sem var 32ja ára, var tekinn af lífi með eitursprautu vegna morðs sem hann framdi árið 1998.

Conner lést kl. 18:20 að staðartíma (kl. 23:20 að íslenskum tíma), átta mínútum eftir að eitrið var sprautað í æðar hans.

Fyrr í þessari viku hvatti Evrópusambandið yfirvöld í Texas að hætta þessari iðju sem væri bæði „grimmdarleg og ómannúðleg“. Ríkisstjóri Texas sagði hinsvegar að þetta væri „réttlát og viðeigandi“ refsing.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert