Franskir lögreglumenn fundu í gær uppleyst lík þriggja kornabarna á heimili í Albertville í frönsku Ölpunum en talið er að börnin séu fædd á árunum 2001, 2003 og 2006. Kona, sem hefur viðurkennt að vera móðir barnanna, og fyrrum kærasti hennar hafa verið handtekin vegna málsins en maðurinn mun hafa látið lögreglu vita eftir að hann fann eitt líkanna í plastpoka . Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Maðurinn mun hafa komið á heimilið til að sækja eigur sínar. Hann fann síðan barnslíkið í pokanum eftir að hann fann einkennilegan þef í íbúðinni. Tvö barnslík til viðbótar fundut síðan í kistu í kjallara hússins.
Ekki er ljóst hvernig börnin létust en konan segist hafa geymt líkin í frysti nema þegar kærastinn var í húsinu. Þá hafi hún falið þau annars staðar af ótta við að hann færi í frystikistuna.
Ekki liggur heldur ljóst fyrir hvort kærastinn hafi verið faðir barnanna en hann er að sögn lögreglu þekktur barnaníðingur.