Slagsmál á þingi Bólivíu

Slagsmál brutust út á þingi Bólivíu í gærkvöldi þegar verið var að ræða hvort draga ætti fjóra dómara í stjórnlagadómstól landsins fyrir rétt vegna ásakana um spillingu. Eftir að ræðumenn í andstæðum fylkingum þingsins höfðu skipst á ásökunum og svívirðingum um stund voru hnefarnir látnir tala. MAS, flokkur Evo Morales, forseta Bólivíu, er með meirihluta í neðri deild bólivíska þingsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert