Slagsmál á þingi Bólivíu

00:00
00:00

Slags­mál brut­ust út á þingi Bóli­víu í gær­kvöldi þegar verið var að ræða hvort draga ætti fjóra dóm­ara í stjórn­laga­dóm­stól lands­ins fyr­ir rétt vegna ásak­ana um spill­ingu. Eft­ir að ræðumenn í and­stæðum fylk­ing­um þings­ins höfðu skipst á ásök­un­um og sví­v­irðing­um um stund voru hnefarn­ir látn­ir tala. MAS, flokk­ur Evo Morales, for­seta Bóli­víu, er með meiri­hluta í neðri deild bóliv­íska þings­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert