Maður nokkur á Norður-Írlandi, sem lenti í rifrildi við kærustuna, beit hausinn af gælusnáki konunnar og tilkynnti henni, að snákurinn væri ágætur á bragðið. Maðurinn kom fyrir rétt í dag, ákærður fyrir líkamsárás og misþyrminga á dýri.
Lögmenn konunnar sögðu að maðurinn hefði skallað konuna tvívegis. Síðan hefði hann tekið kyrkislöngu, sem konan átti, bitið í slönguna og rifið af henni hausinn.
„Slangan þín var frábær á bragðið," höfðu lögmennirnir eftir manninum.
Lögmaður mannsins sagði að skjólstæðingurinn játaði á sig sakir og hefði ráðist á slönguna vegna þess að hann vissi að konunni þótti afar vænt um hana. Sér til málsbóta sagði maðurinn, að hann hefði verið búinn að drekka áfengi í nokkrar klukkustundir þegar þetta gerðist.