Kona kveikti í fyrrum eiginmanni sínum

Húsnæðisverð í Moskvu veldur mörgum vandamálum.
Húsnæðisverð í Moskvu veldur mörgum vandamálum. mbl.is/Einar Falur

Rússnesk kona kveikti í kynfærum fyrrum eiginmannsins síns þar sem hann sat nakinn og kneyfði vodka fyrir framan sjónvarpið. Reuters fréttastofan hefur þetta eftir lögreglunni í Moskvu. Talsmaður lögreglunnar sagði að erfitt væri að spá um bata eða hvort maðurinn næði sér að fullu.

Íkveikjan mun hafa verið hápunkturinn á þriggja ára nauðungarsambúðar þar sem hjónin höfðu neyðst til að deila lítilli íbúð eftir að þau skildu sökum mikillar hækkunar á húsnæðismarkaðnum í Moskvu.

„Þetta var gríðarlega sárt,” sagði hinn særði fyrrum eiginmaður í samtali við Tvoi Den dagblaðið. „Ég stóð í ljósum logum eins og kyndill. Ekki veit ég hvað ég gerði til að verðskulda þetta,” bætti hann við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka