Naktir fréttamenn vekja upp deilur í Japan

Mikil umræða hefur skapast í Japan um ákvörðun þarlendra stjórnvalda sem eru hætt að styrkja gerð sjónvarpsþáttar sem er ætlaður heyrnaskertu fólki. Umræddur fréttaþáttur er hinsvegar óhefðbundinn að því leiti að fréttamennirnir fletta sig klæðum er þeir segja áhorfendum frá tíðindum dagsins.

Fréttamennirnir segja fréttirnar með táknmáli og að sögn framleiðanda fréttaþáttarins er tilgangurinn með honum að bjóða heyrnarskertum einstaklingum upp á líflegt sjónvarpsefni.

Þátturinn hefur notið opinbers stuðnings en nú hefur verið skrúfað fyrir allt fjárstreymi þar sem japönsk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að leggja blessun sína yfir klámiðnaðinn með því að styrkja þáttagerðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert