Naktir fréttamenn vekja upp deilur í Japan

00:00
00:00

Mik­il umræða hef­ur skap­ast í Jap­an um ákvörðun þarlendra stjórn­valda sem eru hætt að styrkja gerð sjón­varpsþátt­ar sem er ætlaður heyrna­skertu fólki. Um­rædd­ur fréttaþátt­ur er hins­veg­ar óhefðbund­inn að því leiti að frétta­menn­irn­ir fletta sig klæðum er þeir segja áhorf­end­um frá tíðind­um dags­ins.

Frétta­menn­irn­ir segja frétt­irn­ar með tákn­máli og að sögn fram­leiðanda fréttaþátt­ar­ins er til­gang­ur­inn með hon­um að bjóða heyrn­ar­skert­um ein­stak­ling­um upp á líf­legt sjón­varps­efni.

Þátt­ur­inn hef­ur notið op­in­bers stuðnings en nú hef­ur verið skrúfað fyr­ir allt fjár­streymi þar sem japönsk stjórn­völd hafa verið gagn­rýnd fyr­ir að leggja bless­un sína yfir klámiðnaðinn með því að styrkja þátta­gerðina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert