Kona í Ísrael var handtekin í dag er hún reyndi að skipta skóm sem hún hafði stolið úr verslun fyrr í dag. Afgreiðslustúlka í versluninni bar kennsl á konuna, sem hún hafði séð á eftirlitsmyndbandi, er hún kom með Crocs sandalana og bað um að fá að skipta þeim þar sem þeir pössuðu ekki syni hennar. Þetta kemur fram á fréttavef Ha'aretz.