„Ég er pabbi"

Rómversk-kaþólskur prestur á norðurhluta Ítalíu tilkynnti sóknarbörnum sínum í messu í gær, að hann hefði eignast barn með konu í sókninni. Konan er skilin við eiginmann sinn, að sögn þarlendra blaða. Rómversk-kaþólska kirkjan krefst þess af prestum að þeir séu skírlífir.

„Ég vil ekki gera það sem Adam og Eva gerðu þegar þau földu sig fyrir Guði eftir syndafallið," sagði Don Sante Sguotti, 41 árs gamall prestur í bænum Monterosso.

„Ávöxtur frjóseminnar ætti að vera gleðiefni," bætti Sguotti við. Erkibiskupinn í Padúa hefur beðið hann um að láta af embætti en um 800 manns eru í sókninni.

Sguotti virðist njóta stuðnings sóknarbarna sinna en nokkur ungmenni komu til guðsþjónustunnar í gær klædd bolum þar sem á stóð: De Sante er presturinn minn.

Sguotti segist ætla að tilkynna viðbrögð sín við beiðni erkibiskupsins á blaðamannafundi á miðvikudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert