Jarðsprengja verður sex börnum að bana

Sex börn, öll úr sömu fjölskyldu, þegar jarðsprengja sprakk í nágrenni þorpsins Namacura í Mosambik. Börnin voru að leik bak við heimili sitt er sprengjan sprakk en hún var síðan í borgarastyrjöldinni sem stóð yfir í landinu frá árinu 1976 til ársins 1992. Börnin voru á aldrinum 5-16 ára samkvæmt sjónvarpsfréttum í Mosambik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka